Fara í efni  

Skátafélaginu tryggð áframhaldandi aðstaða í Skorradal – Leigusamningur framlengdur

Við undirritun viðauka við leigusamning. Frá vinstri: Ágúst Heimisson, formaður Skátafélags Akraness…
Við undirritun viðauka við leigusamning. Frá vinstri: Ágúst Heimisson, formaður Skátafélags Akraness, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra ásamt Haraldi Benediktssyni, bæjarstjóra.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Ágúst Heimisson, formaður Skátafélags Akraness undirrituðu í dag viðauka við leigusamning um skátasvæðið í Skorradal. Viðaukinn staðfestir áframhaldandi samstarf og styrkir stöðu skátanna á svæðinu til framtíðar.

Skátafélag Akraness hefur í um 50 ár haft á leigu hjá ríkinu land undir starfsemi sína í Skorradal og rennur leigusamningurinn út á þessu ári. Nú hefur verið gengið frá framlengingu samningsins fyrir næstu 20 árin. Þar með hefur Skátafélagið tryggt svæðið til framtíðar fyrir aðstöðu sína og það góða starf sem unnið er hjá félaginu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00