Fara í efni  

Sæskrímsli í Krókalóni - Leikskólinn Teigasel

Hér má sjá vaskann hóp elstu barna á leikskólanum Teigasel. Ljósmynd: Guðni Hannesson.
Hér má sjá vaskann hóp elstu barna á leikskólanum Teigasel. Ljósmynd: Guðni Hannesson.

Þema Barnamenningar hátíðar Akraneskaupstaðar í ár var SKRÍMSLI og var lögð áhersla á FJÖRURNAR okkar, náttúruperlurnar sem faðma bæinn okkar. Úr því varð til afar skemmtilegt skapandi fræðsluverkefni þar sem börn og ungmenni bæjarins sköpuðu sín eigin sæskrímsli í völdum fjörum. Í tilefni af hátíðinni fengu öll börn í leik- og grunnskólum á Akranesi afhendan fræðslubækling um fjörurnar okkar. Einnig var komið upp skiltum í öllum fjörum sem vísa á nýja heimasíðu þar sem hægt er að fræðast um fjörurnar. Með þessu vildum við kynna fyrir bæjarbúum umhverfið okkar, fjölbreyttu lífríki og sögunni sem þar má finna og rifja upp ánægjuna sem því fylgir að fara í fjöruferðir og gleyma sér um stund.

Á Langisandi, í Krókalóni, Kalmansvík, Höfðavík og Skarfavör má finna skemmtilega skrásetningu á frábærum sæskrímsla verkefnum sem elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi hafa unnið í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.

Leikskólarnir okkar fengu alveg frábæra heimsókn frá þeim Helenu Guttormsdóttur (Hellu) og Kristrúnu Sigurbjörnsdóttur (Krissu) þar sem þær fjölluðu um lífríki fjaranna og skapandi kveikjur sem finna má í fjörum.

Hér fyrir neðan má sjá sæskrímsla verkefni sem leikskólinn Teigasel vann í Krókalóni á Barnamenningarhátíð í maí.

Ljósmyndir tók Guðni Hannesson.

Sæskrímslið Sölmundur!

Höfundar: Börnin í 2018 árgangi á Háteig

Einu sinni var skrímsli sem hét Sölmundur. Hann rakst á stein. Það brotnaði í honum hjartað. Svo kom annað skrímsli sem hét Katanesskrímslið sem ætlaði að koma og hjálpa. Sölmundur átti tvö börn, þeir hétu Aron og Sölvi. Svo fóru Aron og Sölvi að leika sér. Sölvi týndist, hann fann fjöru og það kom annað skrímsli upp úr fjörunni og það var Ísdreki. Hann var með sverð og það var hvítt á litinn. Sölmundur hoppaði á hann og borðaði hann. Svo kom kisa með kettlinga. Það var eitt lamb sem að labbaði í fjöruna og fann gólfkúlu sem var rauð á litinn. Svo labbaði það alla leið til Reykjavíkur, það datt á bossann og munninn og meiddi sig. Það kom svo krakki sem að týndi mömmu sinni og það kom hákarl upp úr sjónum og borðaði krakkann. ENDIR.

Hér má sjá myndaalbúm með Sæskrímslunum.

 

Börnin á Teigasel hafa einnig teiknað og málað sín eigin skrímsli sem má sjá hér fyrir neðan: 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00