Fara í efni  

Pálmar Vígmundsson er rauðhærðasti Íslendingurinn 2023

Pálmar Vígmundsson er rauðhærðasti íslendingurinn 2023. Ljósmynd: Guðni Hannesson
Pálmar Vígmundsson er rauðhærðasti íslendingurinn 2023. Ljósmynd: Guðni Hannesson

Pálmar Vígmundsson vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2023 á Írskum dögum sem haldnir voru á Akranesi um helgina. Keppnin var haldin í tuttugasta og fjórða sinn og alls voru 25 einstaklingar skráðir til leiks í ár. Sigurvegari hlaut í verðlaun 40 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.

Laufey Hekla Birnudóttir varð í öðru sæti í keppninni.

 

Astrid Árnadóttir varð í því þriðja og hlutu þær gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.

Að sögn Fríðu Kristínar viðburðarstýru Írskra daga hefur helgin gengið vel fyrir sig, það hefur verið þétt dagskrá um allann bæ frá því á fimmtudag og ættu öll að hafa fundið eitthvað við sitt hæfi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00