Fara í efni  

Okkar Akranes - Bætt aðgengi að fjörum

Í íbúakosningu sem fram fór í vor á Okkar Akranes „Opin og græn svæði“- kom fram mikill áhugi bæjarbúa á að lagfæra aðgengi að fjörum m.a. að Krókalóni, Lambhúsasundi og út að Gamla vita.

Það er því sönn ánægja að upplýsa að búið er að bæta verulega úr aðgengi að fjörum eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Krókalón - tveimur þrepum var bætt við stigann sem náði ekki alla leið niður í fjöru áður.

Lambhúsasund - stálpallur var settur upp milli timburpalls og stálstigans niður í fjöru, þannig að nú þarf ekki lengur að klöngrast yfir grjótið til að komast að stiganum.

Leiðin að Gamla vitanum - tveimur þrepum hefur verið bætt niður af steypa pallinum, hjá björgunarhringnum,  til að bæta aðgengið að Gamla vitanum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00