Fara í efni  

Lokun Jaðarsbakkalaugar vegna sundmóts helgina 2.-4. júní

Helgin 2. - 4. júní verða Akranesleikarnir í sundi haldnir í Jaðarsbakkalaug. Eins og undanfarin ár verður sundlaugin lokuð frá kl. 13 föstudaginn 2. júní. Sundlaugin opnar aftur fyrir almenning mánudaginn 5. júní kl. 6. 

Hefðbundinn opnunartími er í þreksalinn (lokað í sal 2) en athugið að ekki verður hægt að nota búningsaðstöðu þessa daga. 

Laugardaginn 3. júní og sunnudaginn 4. júní verður Bjarnalaug opin frá kl. 10-16. 

Við bendum einnig á að opið er í Guðlaugu samkvæmt hefðbundnum opnunartíma.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00