Fara í efni  

Lagning bifreiða takmörkuð í Jörundarholti

Ábendingar hafa borist um að í þröngum götum í Jörundarholti sé bifreiðum lagt uppi á gangstéttir. Með slíkri lagningu beggja vegna getur akbraut fyrir bílaumferð orðið mjög þröng. Afleiðingin er hætta fyrir gangandi og óþægindi fyrir akandi umferð. Með því að banna lagningu öðru megin í götum er tryggð opin akbraut um götuna. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs var því ákveðið að banna lagningu öðru megin í 3 götum, Jörundarholt 100 - 122, 124 – 142 og 144 – 162. Á næstu dögum verða viðeigandi umferðarmerki sett upp.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu