Fara í efni  

Hoppubelgur við Akraneshöll sundurskorinn

Enn einu sinni hefur verið skorið á hoppubelginn við Akraneshöll.

Um er að ræða stórskemmdir þar sem skorin hafa verið fjölmörg göt á belginn. Því verður hoppubelgurinn ekki virkur í einhvern tíma.

Kalla þarf í viðgerðamann frá Reykjavík og er svona viðgerð óhemju kostnaðarsöm. 

Þetta er virkilega slæmt og mikill missir af belgnum því núna eru skólabörn að fara í sína útiveru og svæðið sömuleiðis vel nýtt af krökkum í góðvirðinu eftir skóla og um helgar.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00