Fara í efni  

Framkvæmda fréttir – Brekkubæjarskóli (apríl.2024)

Með fréttaseríunni ,,Framkvæmda fréttir
Með fréttaseríunni ,,Framkvæmda fréttir" vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsins. Það er af nægu að taka og því áhugavert fyrir íbúa að kynnast ferlinu sem og sjá framvindu mála.

Brekkubæjarskóli – Endurnýjun 1. Hæðar.

Verktaki: SF smiðir.

Arkitekt hússins: Andrúm arkitektar ehf.

Verkfræðihönnun: Víðsjá ehf.

Á þessum myndum sjáið þið hvar nýtt andyri skólans mun rýsa (Myndir frá því í byrjun apríl 2024).

Umfang framkvæmdarinnar er umtalsvert, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða endurgerð 1 hæðar í Brekkubæjarskóla um 2.100 fm auk kjallararýmis og nokkurra rýma á 2. og 3. hæð. Verkið er áfangaskipt í tvo áfanga.

Fyrri áfanga á að vera lokið 31. Des ´24 og áætlað er að seinni áfangi ljúki 31.des ´25

Í fyrsta áfanga, sem er um 1.100 fm, er verkefnið:

 • Endurnýja kennslueldhús á núverandi stað og útbúin rými fyrir geymslu og kæla ásamt nýju inntaksrými fyrir vatnsúðakerfi. Breytingar fela í sér að nýta að mestu steypta veggi en bæta við gipsveggjum, glerveggjum, leggja nýjar lagnir og loftræsingu, rafmagn og loftaefni ásamt lýsingu auk gólfefna.
 • Eldri snyrtingar verða endurnýjaðar ásamt eldri lyftu sem verður stækkuð í leiðinni.
 • Nýbygging anddyris (ljósbláa svæðið) hluti af þessum fyrsta áfanga.
 • Innrétta rými fyrir sérkennslustofur, sálfræðingur, námsráðgjafi og hjúkrun og tónmennt.

Í öðrum áfanga, sem er um 1.000 fm, er verkefnið:

 • Endurnýja samkomusal ásamt því að setja nýjan glugga aftan við sviðið, að breikka tröppur niður í salinn og útbúa rými fyrir lyftu.
 • Mötuneytiseldhús er endurnýjað en tæki að mestu notuð áfram.
 • Þar sem áður voru tónlistarstofa, námsráðgjafar og sálfræðingur koma nú í þessum áfanga smíðastofa, myndmennt og hannyrðir ásamt nýjum snyrtingum á eldri anddyrisgangi.
 • Eldri setustofa nemenda er sameinuð nýju anddyri með tilheyrandi breytingum. Breytingar fela í sér að nýta að mestu steypta veggi en bæta við gipsveggjum, glerveggjum, leggja nýjar lagnir og loftræstingu, rafmagn og loftaefni ásamt lýsingu auk gólfefna.

Á þessum myndum sjáið þið þá miklu vinnu sem farið hefur verið í undirbúning fyrir nýtt kennslueldhús (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).

Hvar er framkvæmdin stödd í dag:

Verkið hófst í byrjun árs og er vinna við áfanga 1 nú í fullum gangi. Ásigkomulag á elsta hluta skólans (byggingarár 1949) var orðið mjög slæmt, byggingaraðferðir þess tíma voru aðrar en í dag og töluvert var um rakaskemmdir í grunni í þeim hluta byggingarinnar.

 • Búið er að steypa sökkla og undirbúa plötu fyrir nýtt andyri.
 • Gömlu stigagati var lokað
 • Búið er að lækka gólfið í gömlu smíðastofunni (Sem verður tónmennt).
 • Mikil vinna hefur farið í lagfæringar á gömlum rakaskemmdum og fyrirbyggjandi aðgerðir.
 • Reistir hafa verið nýjir innveggir.
 • Skólplagnir hafa verið endurnýjaðar og drenlagnir lagðar meðfram húsinu.
 • Vinna er í gangi við endurnýjun á raflögnum.
 • Kennslueldhús gert fokhelt og gólfhitalagnir lagðar.
 • Klósettkjarnar gerðir fokheldir.
 • Mikil brotvinna hefur átt sér stað vegna stækkunar á veggjum, hurðagötum og gerð lagnagata.

   

Á þessum myndum sjáið þið gömlu smíðastofuna þar sem verið er að byrja að lækka gólfið (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).

     

Á þessum myndum sjáið þið hvernig gólfið hefur verið lækkað (Myndir frá því í byrjun apríl 2024).

Á þessum myndum sjáið þið hvernig klósettkjarnar hafa verið gerðir fokheldir (Myndir frá því í febrúar 2024).

Framundan:

 • Áframhaldandi uppbygging, uppsetning innveggja í tónmenntastofu.
 • Lagnavinna raf-, pípu-, og loftræsikerfis á hæðinni (áfangi 1).
 • Uppsteypa á nýju anddyri fyrir nemendur skólans.

Hér má sjá grunnteikningu af Brekkubæjarskóla.

A-AT-01 (4).pdf by Vera Líndal


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00