Fara í efni  

Eva Björg hlaut Íslensku glæpsagnaverðlaunin Blóðdropann 2023

Mynd frá beinni útsendingu RÚV frá Bessastöðum.
Mynd frá beinni útsendingu RÚV frá Bessastöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropinn voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Sýnt var frá athöfninni í beinni útsendingu á RÚV - Sjá hér.

Bæjarlistamaður Akraness 2023, rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir hlaut Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir bók sína Heim fyrir myrkur. Bókin verður jafnframt framlag íslands til Norrænu glæpasagnaverðlauna Glerlykilsins.

Í umsögn um bókina segir:

„Vel sögð saga með fjölbreyttu, breysku persónugalleríi og slunginni atburðarás. Sögusviðið er áhugavert og sagan er í senn glæpa- og spennusaga, sálfræðitryllir, fjölskyldudrama og íslensk samfélagslýsing á seinni hluta síðustu aldar. Höfundur sáir fjölda efasemda í hug lesanda þannig að hann grunar allt og alla söguna á enda.“

Það var sjálfur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti Evu Björgu verðlaunin og fór hún fögrum orðum um heimabæ sinn í þakkarræðu sinni og staðfesti að hér sé glæpatíðni talsvert minni en bækur hennar gefa til kynna.

Við óskum Evu Björgu innilega til hamingju og hlökkum til að fylgjast með henni blómstra áfram. Eva ætlar sér að verða með námskeið í glæpsagnagerð á næstunni og hvetjum við öll áhugasöm til að fylgjast vel með.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00