Fara í efni  

Breytingar hjá Strætó

Nú á nýársdag tóku gildi breytingar hjá Strætó á landsbyggðinni sem munu hafa áhrif á íbúa á Akranesi, líkt og fjallað var um hér. 

Helstu breytingar fyrir íbúa á Akranesi eru þær að leið 57 verður skipt upp í tvær akstursleiðir, leið 50 og leið 57. Leiðin milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness verður þar með óháð leggnum á milli Reykjavíkur og Akureyrar og tímaáætlun áreiðanlegri fyrir vikið. Nýja leiðin fær númerið 50 og mun leið 57 áfram sinna akstri milli Akureyrar og Reykjavíkur, en án viðkomu á Akranesi. Íbúar á Akranesi sem vilja ferðast norðar en Borgarnes taka leið 50 í Borgarnes og tengjast þar leið 57 til að ferðast áfram norður.

Nýja tímatöflu fyrir leið 50 er að finna hér en skruna þarf niður í skjalinu til að sjá tímatöflu fyrir helgar og fleira.

Hér má svo sjá nánari upplýsingar um breytingarnar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu