Fara í efni  

Nýir bekkir hjá Akranesvita

Starfsmenn hjá Þjónustumiðstöð Akraneskaupstaðar hafa nú lokið við smíði á bekkjum sem þeir hafa komið fyrir á bryggjunni við Akranesvita á Breiðinni.

Við hvetjum bæjarbúa til að nýta sér þessa fínu bekki, njóta útsýnisins á þessu dýrmæta útivistarsvæði okkar.

Nýverið þurfti að fara í lagfæringu á skemmdum sem unnar voru fyrr á árinu á bryggjunni niður á Breið þegar bíl var ekið út á hana. Við viljum brýna fyrir fólki að brúin er ekki ætluð bifreiðum. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00