Ályktun frá Barna- og ungmennaþingi Akraness
Á dögunum 7. til 9. nóvember 2023 var haldið Barnaþing á Akranesi. Barna- og ungmennaþingið er samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, ungmennaráðs, grunnskólanna, fjölbrautarskólans og Þorpsins og liður í innleiðingu barnvæns sveitarfélags. Hátt í 200 börn og ungmenni úr grunn- og framhaldsskóla bæjarins tóku þátt í þinginu.
Í lok þings var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Akranes er að verða barnvænt sveitarfélag og því er mikilvægt að hlustað sé á börn og ungmenni og þeim gefið tækifæri til að tjá sínar skoðanir. Fulltrúar á þinginu óska eftir að enn frekar verði tekið tillit til þeirra skoðana og að þau fái aukin tækifæri til að hafa áhrif á mál sem varðar þau og þeirra líf.
Börn og ungmenni á Akranesi vilja meiri aðkomu að málum sem snúa að þeim. Þau vilja fá betri upplýsingar um stöðu mála, hvað á að gera og fá svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þá finnst þeim einnig mikilvægt að fá tækifæri til að hafa áhrif á þær breytingar sem unnið er að í bænum. Í þessu samhengi nefna þau t.d. þær breytingar sem er verið er að vinna að í grunnskólum bæjarins vegna húsnæðisvanda, mötuneytismál skólanna, forvarnarmál, samskipti milli skólanna, aukna þjónustu tengda andlegri líðan, skipulagsmál varðandi skólana og afþreyingarmöguleika fyrir börn og ungmenni á Akranesi.
Fulltrúar á Barna- og ungmennaþinginu leggja til að skapaður verði samskiptavettvangur, þar sem börn, stjórnendur, bæjarstjórn o.fl., koma saman reglulega og ræða um mikilvæg málefni sem snúa að börnum og ungmennum á Akranesi. Vettvangur, þar sem börn og ungmenni geta komið sínum málefnum reglulega á framfæri, þar sem hlustað er á þau og þau fái upplýsingar um hvernig brugðist er við erindum þeirra og í hvaða farveg þau fara.
Einnig hvetur Barna- og ungmennaþingið bæjarfulltrúa, bæjarstarfsmenn og ábyrgðaraðila barnvæns sveitarfélags að koma reglulega í skólana og tala við börn og unglinga þar sem þau eru.
Ályktuninni var í kjölfarið vísað inn í öll ráð og nefndir þar sem hún fékk efnislega meðhöndlun.
Bæjarráð þakkar öllum þeim börnum og ungmennum sem þátt tóku nýafstöðnu þingi fyrir þeirra framlag til þessa mikilvæga málefnis og fyrir þá brýningu sem fram kemur í ályktuninni.
Framundan er að mynda aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmálans og mikilvægt að það verkefni takist vel og þess gætt að samráð verði haft við fulltrúa barna og ungmenna í þeirri vinnu.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember