Fara í efni  

Aðstoð og þjónusta vegna jarðhræringa í Grindavík

Orðsending frá bæjarstjórn Akraneskaupstaðar.

 

Við sendum öllum Grindvíkingum okkar bestu stuðningskveðjur með von um að yfirstandandi jarðhræringar valdi sem minnstum skaða á eignum, atvinnulífi og innviðum í Grindavík. Við erum reiðubúin til að veita alla þá þjónustu og aðstoð sem við getum og bjóðum öll sem á þurfa að halda velkomna í bæinn okkar. 

Á sameiginlegum fundi sveitarstjóra og Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag, 12. nóvember, var ákveðið að setja í loftið sameiginlegt skráningarform, þar sem hægt er að bjóða fram húsnæði til afnota til þeirra Grindvíkinga sem þurfa.

Hvetjum við þá sem lagt geta lið að skrá sig hér að neðan. Samband íslenskra sveitarfélaga heldur utan um skráningarnar sem settar eru fram og skráðar í formið.

Skráningareyðublað

Upplýsingar um þjónustur Akraneskaupstaðar:

Almenn erindi

Netfang: akranes@akranes.is

Símanúmer 433-1000.

 

Leikskóla- grunnskóla- og frístundamál:

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri, dagnyh@akranes.is

 

Félagsþjónusta, þjónusta við aldraða og þjónusta við fatlaða:

Hildigunnur Árnadóttir sviðsstjóri, hildigunnur@akranes.is

 

Íþróttamál:

Guðmunda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍA, ia@ia.is  

 

Íþróttamiðstöðin á Jaðarsbökkum er opin frá kl. 06:00-21:00 á virkum dögum og frá kl. 09:00-18:00 um helgar.

Guðlaug er opin frá kl. 16:00-20:00 á virkum dögum og frá kl. 10:00-18:00 um helgar.

Bjarnalaug er opin frá kl. 10:00-15:00 laugardag og sunnudag.

 

Upplýsingar um ýmsa viðburðir og þjónustur á Akranesi

www.skagalif.is / mannlif@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00