Fara í efni  

Fréttir

Írskir vetrardagar hefjast á morgun

Írskir vetrardagar verða haldnir 14.-18. mars og er það í þriðja sinn sem þeir eru haldnir. Á árinu 2015 ákvað Menningar- og safnanefnd kaupstaðarins að koma fram með þessa nýjung í menningarlífi Akraness. Markmiðið er að tengjast Írlandi enn frekar, meðal annars í gegnum menningu, bókmenntir og tónlist. Hátíðin hefst á kvöldstund með Elly og Margréti Blöndal í Stúkuhúsinu miðvikudagskvöldið kl. 20 og á sama tíma stíga nemendur FVA og tónlistarskólans á stokk í Bíóhöllinni með Slá í gegn.
Lesa meira

Akraneskaupstaður fær styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Nýsköpunarsjóður námsmanna hefur ákveðið að styrkja verkefnið: Aðlaðandi bæir, umhverfisvæn endurnýjun og samkeppnishæfni í norrænum þéttbýlum. Bæir sem veita fólki góð lífsskilyrði.
Lesa meira

Nýr göngustígur að Garðalundi

Nýlega var göngustígur kláraður meðfram Ketilsflöt að beygjunni í Garðalund. Verktaki var Þróttur og er stefnt fljótlega að fara í frágang á svæðinu sitthvoru megin við stíginn. Í framhaldinu verður lagður stígur alveg að Garðalundi sem og einnig að nýju frístundahúsi á golfvellinum.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 13. mars

1270. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Lesa meira

Samtals 7,7 milljónum úthlutað til íþrótta- og menningarmála

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2018 tillögur skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar um styrkveitingar til íþrótta- og menningarmála að andvirði 7,7 m.kr. Um er að ræða úthlutun styrkja úr sjóði atvinnu-, íþrótta- og menningarmála en auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember með umsóknarfrest til 17. desember síðastliðinn.
Lesa meira

Lýsing á breytingu á aðalskipulagi Akraness vegna Grenja

Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 27. febrúar 2018 að auglýsa lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Grenja H3 hafnarsvæði samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Fyrirhuguð er stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis. Samhliða breytingu á aðalskipulagi verður deiliskipulag fyrir reitinn kynnt.
Lesa meira

Umsækjendur um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja

Akraneskaupstaður auglýsti starf forstöðumanns íþróttamannvirkja í byrjun febrúar. Umsóknarfrestur rann út þann 25. febrúar síðastliðinn og eru umsækjendur 17 talsins. Ráðningarferli stendur yfir.
Lesa meira

Lokið - Opið hús á bæjarskrifstofunni vegna fyrirhugaðar breytinga á deiliskipulagi Flóahverfis

Opið hús verður haldið 6. mars n.k. frá kl. 12:00 til 18:00, að Stillholti 16-18, 1. hæð. Kynntar verða fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Flóahverfis. Breytingin felst í að bæta við götu og veita tímabundna heimild fyrir starfsmannabúðir.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00