Fara í efni  

Aðalskipulag Akraness 2021-2033 - breyting Smiðjuvellir, Kalmansvellir

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 14. maí 2024 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Smiðjuvalla og Kalmansvalla samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti 27. Júní 2024 deiliskipulagsramma um stefnumörkun um svæðið vegna Smiðjuvalla.

Breyting á aðalskipulagi felst í að athafnasvæði AT-144 og verslunar- og þjónustusvæði VÞ-146 eru sameinuð sem íbúðarsvæði með blandaðri byggð, ÍB-144. Lóð bensínstöðvar, VÞ-143, og tengivirki Landsnets, I-145, verða ekki hluti íbúðarsvæðisins og nær breyting þessi ekki til þeirra lóða.

Í deiliskipulagsramma Smiðjuvalla er forsögn fyrir deiliskipulagsgerð og nánari grein gerð fyrir stefnu um það umbreytingarferli sem framundan er á svæðinu sem verður ekki fastákveðið í aðalskipulagi.  Deiliskipulagsrammi Smiðjuvalla

 Samhliða aðalskipulagsbreytingu þessari er deiliskipulagsrammi auglýstur.

Breytingartillagan verður til kynningar á heimasíðu Akraneskaupstaðar https://www.akranes.is/ og á Skipulagsgátt https://www.skipulagsgatt.is/issues/2024/584 frá 10. júlí 2024 til 26 ágúst 2024.  Aðalskipulag Akraness 2023-2033

 Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til og með 26. ágúst 2024. Skila skal skriflegum athugasemdum á skipulagsgátt https://www.skipulagsgatt.is/issues/2024/584.

Skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00