Fara í efni  

Vökudagar hefjast í dag

Frá vökudögum 2019, Fjóla Ásgeirsdóttir og Ásta Jenný Magnúsdóttir
Frá vökudögum 2019, Fjóla Ásgeirsdóttir og Ásta Jenný Magnúsdóttir

Menningarhátíðin Vökudagar hefst í dag og er þetta í 20. skipti sem hátíðin fer fram. Hátíðin verður formlega sett kl 18:00 á Byggðasafninu í Görðum við opnun sýningar Tinnu Royal, en hún ber heitið "Where are we going?". Einnig verða Menningarverðlaun Akraness 2021 afhent við þetta tilefni.

Dagskrá Vökudaga stendur yfir til og með 7. nóvember en Barnamenningarhátíð er haldin samhliða Vökudögum í ár og ætti fólk á öllum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjöldi sýninga verða um allan bæ og þess má geta að allt frá leikskólabörnum til eldri borgara munu standa fyrir sýningum á Vökudögum í ár.

Meðal nýjunga í ár eru listaverk sem unnin hafa verið af fimm listamönnum á ruslafötur bæjarins ásamt Heima-Skaga hátíð barnanna.

Fastir liðir eins og bókmenntakvöld, söguganga og Veturnætur á Byggðasafninu eru á dagskránni í ár, en þar má einnig finna eldsmíðanámskeið, hugleiðslu og flot í Bjarnalaug, uppistand, tónleika og tónlistarhátíðina Heima-Skaga ásamt fjölbreyttum sýningum, tónleikum og öðrum uppákomum.

Við hvertjum alla til þess að taka þátt og gera sér glaðan dag. Góða skemmtun!

 

 
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00