Fara í efni  

Vökudagar hefjast í dag

Verk Tinnu Royal af sýningunni Lof þeim að borða köku
Verk Tinnu Royal af sýningunni Lof þeim að borða köku

Menningarhátíðin Vökudagar hefjast í dag og er þetta í 18. skipti sem hátíðin fer fram. Hátíðin verður sett formlega kl. 17:30 við opnun sýningar Silju Sifjar Engilbertsdóttur að Kirkjubraut 8 og verða Menningarverðlaun Akraness 2019 afhend við það tilefni.

Dagskrá hátíðarinnar, sem stendur til 3. nóvember, er fjölbreytt að vanda og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Ungt listafólk er sérstaklega áberandi í ár og má nefna auk fyrrnefndrar Silju. hljómsveitirnar Gaddavír og Skullcrusher sem standa að tónleikum í Þorpinu, myndlistarsýningu Almars Daða Kristinssonar í Tónlistarskólanum, myndlistarsýningu Aldísar Petru Sigurðardóttur að Höfða, sýningu nemenda í 9. bekk Brekkubæjarskóla í Akranesvita að ógleymdum fjölmörgum sýningum leikskólabarna víðsvegar um bæinn.

Fasta liði eins og bókmenntakvöld, söguganga og Veturnætur á Byggðasafninu er að finna á dagskránni í ár í bland við nýjungar eins og Popup jóga, uppistand og tónlistarhátíðina Heima-Skaga. Síðast en ekki síst er einnig boðið upp á fjölbreyttar listsýningar, tónleika og opið hús víða í bænum.

Góða skemmtun!


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00