Fara í efni  

Vökudagar að hefjast

Menningarhátíðin Vökudagar hefst fimmtudaginn 26. október næstkomandi og stendur til sunnudagsins 5. nóvember. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Miðvikudagskvöldið 25. október verður þjófstartað með tónleikum fyrir fjölskylduna í Akraneskirkju. Á fimmtudeginum 26. október kl. 17:30 verða Vökudagar settir á Lesbókin Café, þar sem haldið verður af stað í bókmenntagönguna Akranes heima við hafið. Fleiri viðburðir munu opna um allan bæ á þessum degi og um kvöldið. Meðal annarra viðburða eru til að mynda, Ungir gamlir, námskeið, Halloween uppákomur, tónleikar, opnar vinnustofur og svo margt fleira. 

Nánari upplýsingar um alla viðburði má finna hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00