Fara í efni  

Virkniþing eldra fólks á Akranesi

Virkniþing eldra fólks á Akranesi fer fram í Breið nýsköpunarsetri, 2. hæð, fimmtudaginn 4. desember. Dagskráin hefst kl. 15.00 með því að Skúrinn verður formlega opnaður. Að því loknu verður sú fjölbreytta starfsemi sem eldra fólki á Akranesi stendur til boða kynnt.
 
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samvinnu við Fab Lab smiðju Vesturlands á Breið standa að virkniþinginu. Meginmarkmiðið er að koma því fjölbreytta starfi sem í boði er á framfæri og stuðla á þann hátt að félagslegri virkni eldra fólks á Akranesi og auknum lífsgæðum þeirra.
 
Dagskráin verður fjölbreytt
Kl. 15.00 Formleg opnun Skúrsins
Kl. 15.30 Kynningarbásar þar sem aðilar kynna starfsemi sína
 
Sem dæmi um þá aðila sem kynna sína starfsemi eru: Velferðarsvið- og félagsstarf Akraneskaupstaðar, félagsstarf Garða- og Saurbæjarprestakalls, Íþróttabandalag Akraness, Sprækir Skagamenn, FEBAN, félag eldra fólks á Akranesi og nærsveitum, Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfði, SSV, Gott að eldast og fleiri.
 
Boðið verður upp á kaffiveitingar, Íbúar Akraneskaupstaðar eru hvattir til að líta við á Breið og eiga upplýsandi og gefandi samverustund undir ljúfum tónum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00