Fara í efni  

Vinnuskólinn sumarið 2023

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Akraness fyrir sumarið 2023.

Unglingar fæddir 2007, 2008 og 2009 geta sótt um starf í Vinnuskólanum, lengd vinnutíma og tímabil er mismunandi eftir árgöngum.

Einnig geta unglingar fæddir 2006 sótt um starf í Vinnuskólanum og ræðst lengd vinnutíma þeirra eftir fjölda umsækjenda.

Sótt er um í gegnum umsóknarvefinn Völu Vinnuskóla.

Vala vinnuskóli er nýtt rafrænt kerfi sem heldur utan um umsóknir, samskipti og vinnutíma.

Umsóknarfrestur er til 20. maí og verður vinnuskólinn settur 7. júní.

Nánari upplýsingar eru inni á heimasíðu Akraneskaupstaðar sjá hér.

Einnig er hægt að senda póst á Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóra og umsjónarmann Vinnuskólans á netfangið jonsverris@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00