Fara í efni  

Vinnuskólinn - sláttur á einkalóðum

Vinnuskólinn vill koma því á framfæri til þeirra ellilífeyrisþega og öryrkja sem hafa pantað slátt hjá okkur, að því miður náum við ekki að slá allar lóðir fyrir 17. júní eins og við áætluðum.

Ástæðan er meðal annars sú að Vinnuskólinn tók ekki til starfa fyrr en 8. júní og víðast hvar er orðin mjög mikill vöxtur á grasi og hefur það því tekið langan tíma að slá hverja lóð og verkið þannig tafist mikið.

Við biðjumst velvirðingar á þessu og munum reyna að klára að slá þær lóðir sem eftir eru í næstu viku.

Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri og umsjónarmaður Vinnuskólans.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00