Fara í efni  

Vilt þú vinna við að fegra bæinn okkar í sumar?

Akraneskaupstaður hefur opnað fyrir umsóknir í sumarstörf, annarsvegar leitum við eftir flokkstjórum vinnuskólans og hinsvegar starfsfólki í garðyrkjudeild kaupstaðarins. 

Sumarstarfsfólk í garðyrkjudeild
Um er að ræða sumarstörf í grænan flokk garðyrkjudeildar Akraneskaupstaðar, sem garðyrkjustjóri leiðir.
Helstu verkefni eru ýmis garðyrkjustörf, almenn umhirða og framkvæmdir á opnum svæðum í bæjarlandinu. 
Sæktu um hér 


Flokkstjórar í vinnuskólann
Flokkstjórar stýra hópum unglinga 14-17 ára við ýmis garðyrkjustörf og fræðslu, auk annarra verkefna og þjónustu sem vinnuskólinn veitir.
Helstu verkefni eru almenn garðyrkjustörf í bæjarlandinu, leiðsegja og vinna með unglingum, skipuleggja verkaskiptingu og framkvæmd verkefna innan hóps, efla liðsheild og vinnuvirðingu meðal nemenda vinnuskólans, annast ýmis skapandi verkefni og fræðslu á vegum vinnuskólans.
Sæktu um hér


Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Arnar Sverrisson, garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar á netfanginu jonsverris@akranes.is og í síma 8983490. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00