Víkingur AK 100 vígður í Akraneshöfn
Í tilefni af komu Víkings AK 100 til Akraness var haldin móttökuathöfn á bryggjunni í Akraneshöfn 21. desember. Fjöldi fólks var mætt til þess að líta nýtt skip augum. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda setti athöfnina og bauð gesti velkomna og sagði frá skipinu sem er annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi tekur í notkun á þessu ári. Víkingur sem er 81,19 metra langur og 17 metrar á breidd var smíðaður í skipasmíðastöðinni Celiktrans Deniz Insaat Ltd í Tyrklandi. Einar Guðfinnsson forseti Alþingis flutti ávarp og fjallaði um mikilvægi fiskveiðistjórnunarkerfisins fyrir sjávarútveg á Íslandi og Karlakórinn Svanir sungu frumsamið lag eftir Valgerði Jónsdóttur um systurnar söltu. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpaði því næst samkomuna og sagði frá sögu Víkings sem er samofin sögu sjávarútvegs á Akranesi en skipið er það fjórða á Akranesi sem ber nafnið Víkingur. Hún færði Alberti Sveinssyni skipstjóra gjöf frá Akraneskaupstað, málverk af gamla vitanum á Breið eftir myndlistarmanninn Bjarna Þór. Regína sagði við afhendingu gjafarinnar að myndin væri táknræn þar sem vitinn ætti að vísa veginn heim. Steinunn Ósk gaf skipinu nafn með hefðbundnum hætti og séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfnina. Haraldur Böðvarsson lét smíða skip með nafninu Víkingur MB 2, í Lambhúsasundi á Akranesi árið 1913 og var það ásamt Val MB 1 fyrstu skipin sem voru smíðuð þar. Nýr Víkingur kom svo tuttugu árum síðar eða 1933 en þá keypti fyrirtækið nýtt skip, Heimaey sem var smíðað í Friðrikssundi í Danmörku og skírði það Víking MB 80. Þriðja skipið með þessu nafni, Víkingur AK 100 kom til heimahafnar í október 1960 en hann var smíðaður í Bremerhaven í Þýskalandi. Skessuhorn gerði sögu þess skips góð skil í sérstakri útgáfu á 50 ára afmæli skipsins, hér er slóð á útgáfuna.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember