Fara í efni  

Viðurkenning fyrir störf í þágu barna

Þeir kennarar sem veittu viðurkenningunni móttöku og er Vilborg þriðja frá vinstri.
Þeir kennarar sem veittu viðurkenningunni móttöku og er Vilborg þriðja frá vinstri.

Í tilefni af alþjóðlega degi fjölskyldunnar þann 15. maí var veitt viðurkenning fyrir störf í þágu barna. Árlega er veitt fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna. Með þessari viðurkenningu vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum og hópum, fyrirtækjum eða samtökum  sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og hafa velferð barna í fyrirrúmi.

Í ár heiðra samtökin kennara í leik-, grunn-, og framhaldsskólum fyrir störf þeirra í þágu velferða nemenda sinna. Meðal þeirra sem fengu viðurkenningu var Vilborg Guðný Valgeirsdóttir sérkennslu- og aðstoðarleikskólastjóri í Vallarseli. Leikskólinn Vallarsel hefur verið í fararbroddi á ýmsum sviðum, meðal annars í þjónustu við börn nýbúa. Í umsögn valnefndarinnar kemur fram: „Þetta er viðurkenning fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna sem jafnvel er unnið utan hefðbundins vinnutíma og felst í samtölum við foreldra, ráðgjöf, aðkomu að fjölskylduvandamálum og heimanámi, koma málum í farveg o.m.fl. til að styðja við fjölskylduna.“

Akraneskaupstaður sendir Vilborgu og leikskólanum Vallarseli innilegar hamingjuóskir með viðurkenninguna. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin alla virka daga
    kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30