Fara í efni  

Viðspyrna Akraneskaupstaðar - fyrstu 14 aðgerðir vegna Covid-19

Heimurinn allur er nú að upplifa mjög sérstakan tíma og er afar mikilvægt að standa saman og vinna sigur á þessari veiru. Akraneskaupstaður hefur verið með í skoðun síðastliðnar vikur aðgerðir til viðspyrnu til þess að svara kalli atvinnulífs og íbúa með því að vernda heimili, fyrirtæki og félagasamtök sem verða fyrir mestu skakkaföllum.  Alger samstaða hefur ríkt innan bæjarstjórnar Akraness um aðgerðirnar sem hafa það að leiðarljósi að sækja fram, efla heilsu og hamingju íbúa og stuðla að nýjum atvinnutækifærum.

Akraneskaupstaður er vel í stakk búinn til að takast á við efnahagslegt áfall. Gengið hefur vel að greiða niður langtímaskuldir og er skuldastaða Akraneskaupstaðar lág.  Má þar benda á að skuldaviðmið er nú um 27% sem má vera að hámarki 150%.  Akraneskaupstaður á nú um 2 milljarða af handbæru fé og er í miklum fjárfestingum.

Fyrstu aðgerðir Akraneskaupstaðar eru 14 talsins og heildarumsvif þeirra nema 3.380 m.kr. Er þeim skipt upp í fjóra þætti, varnir til að aflétta óvissu innan samfélagsins, vernd til að vernda grunnstoðir samfélagsins og viðspyrna til að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra.

Aðgerðirnar eru eftirfarandi:

 1. Frestur verði á greiðslu fasteignagjalda íbúða- og atvinnuhúsnæðis
 2. Frestur á innheimtu gatnagerðargjalda og tengdum þjónustugjöldum
 3. Virkt samtal milli bæjarstjórnar, íbúa og fyrirtækja
 4. Gjöld leikskóla-, grunnskóla og frístundar í Þorpinu verða lækkuð í samræmi við notkun á þjónustu
 5. Gildistími þrek- og sundkorta framlengdur
 6. Sveigjanleiki aukinn í innheimtu og gjaldfrestum
 7. Efling velferðarþjónustu
 8. Stuðningur til heilsueflingar og til íþróttastarfs menningar og lista
 9. Markaðsátak Akraness
 10. Aukin fjárveiting til framkvæmda og til viðhaldsverkefna
 11. Störf tryggð með uppbyggingu húsnæðis til leigu fyrir aldraða, fatlaða og á almennum markaði
 12. Fjölgun atvinnutækifæra
 13. Nýsköpun og tækni í innleiðingu rafrænnar þjónustu
 14. Þátttaka í markaðsátaki stjórnvalda og Íslandsstofu til „Eflingar ferðaþjónustunnar 2020“

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri hefur hér tekið upp kynningu til íbúa og
fyrirtækja á Akranesi þar sem hann fer yfir hverja aðgerðir fyrir sig.

Kynning Akraneskaupstaðar er jafnframt aðgengileg hér


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00