Fara í efni  

Viðgerðir á malbiki á morgun og föstudag

Á morgun og föstudag verður unnið að malbiksviðgerðum og fræsingum á nokkrum stöðum í bænum.

Truflun verður á umferð á Ketilsflöt, Þormóðsflöt og í Jörundarholti. Lokað verður fyrir umferð við Esjutorg, Þjóðbraut, Innnesveg, Garðagrund og Kirkjubraut meðan á fræsingu og malbikun stendur (sjá nánar á meðfylgjandi mynd). Vonir standa til að hægt verði að klára verkið á föstudag.

Einnig stendur til að malbika stíg við Langasand og lóð Grundaskóla.

Ökumenn og aðrir vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi meðan á framkvæmd stendur.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu