Fara í efni  

Velferðar- og mannréttindaráð auglýsir eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni fatlaðra

Velferðar- og mannréttindaráð Akraneskaupstaðar auglýsir eftir framboðum og/eða tilnefningum í samráðshóp um málefni fatlaðra á Akranesi. Ráðið mun skipa fimm fulltrúa í samráðshópinn og þrjá til vara.  Í samráðshópnum skulu vera þrír fulltrúar notenda, einn fulltrúi aðstandanda fullorðins notanda þjónustu Akraneskaupstaðar og einn aðstandandi barns.   Lögheimili á Akranesi er skilyrði. Seta í samráðshópnum er ólaunuð. Tilnefningum og framboðum skal skilað í tölvupósti á netfangið akranes@akranes.is fyrir 7. júní 2017.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu