Fara í efni  

Úthlutun styrkja úr viðhaldssjóði fasteigna

Þann 12. júní var formlega úthlutað styrkjum úr viðhaldssjóði fasteigna. Þetta er í annað sinn sem Akraneskaupstaður veitir styrki af þessum toga og í ár voru það ellefu aðilar sem fengu úthlutað styrkjum til viðhaldsverkefna. Heildarupphæð þeirra styrkja er kr. 9.100.000.  Það var bæjarráð sem samþykkti þann 26. maí sl., að fengnum tillögum skipulags- og umhverfisráðs að eigendur eftirtalinna húseigna fengu styrki í ár.

Mánabraut

 • Mánabraut 4, kr. 600.000, þakklæðning, efri veggklæðningar og gluggar efri hæðar.
 • Mánabraut 6a, kr. 400.000, sprungufylla hús að utan og þak á bílskúr.
 • Mánabraut 11, kr. 1.200.000, endurnýjun glugga, hurðaeinangrun og múrað þak endurnýjað.

Suðurgata

 • Suðurgata 65, kr. 1.200.000, þrif, sprunguviðgerðir, málun og gluggaskipti.
 • Suðurgata 71, kr. 600.000, múrviðgerðir og málun. 
 • Suðurgata 78, kr. 1.200.000, þakviðgerðir og járnklæðning.
 • Suðurgata 80, kr. 1.000.000, hreinsun og málning veggja og þaks.
 • Suðurgata 83, kr. 600.000, gluggaskipti, steypuviðgerðir og málun. 
 • Suðurgata 109, kr. 500.000, endurbyggja þakkant, múrviðgerðir og gluggaskipti.

Sunnubraut

 • Sunnubraut 19, kr. 600.000, múrviðgerðir, málun og gangstígur. 
 • Sunnubraut 30, kr. 1.200.000, endurnýjun á þaki og þakkanti.

Styrkupphæðir voru áætlaðar m.a. eftir mismikilli viðhaldsþörf í tvo flokka, annarsvegar kr. 600 þúsund í lægri flokk og kr. 1.200 þúsund í hærri flokk. Styrkupphæðir voru þó aldrei hærri en 50% af áætlaðri viðhaldsþörf viðkomandi fasteignar. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn þann 31. mars síðastliðinn með umsóknarfresti til og með 23. apríl. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á ytra byrði húsnæðis eða öðrum mannvirkjum á Akranesi til að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar. Þeir sem vilja kynna sér reglur sjóðsins geta gert það hér. 

Akraneskaupstaðar sendir hamingjusóskir til þeirra fasteignareigenda sem fengu úthlutun í ár. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00