Fara í efni  

Úrgangsmál yfir hátíðarnar

Í kringum jól og áramót fellur oft til plast og pappi í meira magni en vant er. Hér verður farið yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að úrgangsmálum. Sorphirða og söfnun endurvinnsluefna fór fram í síðustu viku og verða því næstu losanir við heimilin í næstu viku og má gera ráð fyrir að söfnunin hefjist á miðvikudeginum 27.desember og standi yfir fram á laugardag 30.desember.

Á grenndarstöðum okkar við Bíóhöllina, Bókasafnið og Byggðasafnið, er gámur fyrir plast og annar fyrir pappa sem hægt er að nýta ef endurvinnslutunnur fyrir utan heimilin fyllast.

Þá hafa Terra og Orkan tekið höndum saman og verða með umbúðagáma á milli hátíða á fimm stöðum á landinu og þar með talið við Orkustöðina hér á Akranesi við Skagabraut.

Hvernig á að flokka það sem fellur til um jólin?

Mandarínukassar 👉 Umbúðartimbur

Plastumbúðir 👉 Plast

Pakkabönd 👉 Blandaður úrgangur

Leikföng úr plasti 👉 Blandaður úrgangur

Stjörnuljós (notuð) 👉 Málmur

Jólagjafapappír 👉 Pappír

Jólatré 👉 Trjágreinar

Jólaseríur (ónýtar) 👉 Raftæki

Flugeldar (notaðar) 👉 Blandaður úrgangur

Flugeldar (ónotaðar) 👉 Spilliefni

Fleiri góð ráð má nálgast á vef þjónustuaðila Akraneskaupstaðar, Úrgangur tengdur jólamánuðinum | Terra - Skiljum ekkert eftir

Munið, jólapappír, pakkabönd og annað pakkaskraut má oft endurnýta ár eftir ár.

Þá er einnig hægt að fara með endurvinnsluefni í rétta gáma í Gámu í Höfðaseli.


Viljum við minna á opnunartíma í Gámu:

Föstudagur 22. desember 10:00-12:00 og 13:00-18:00
Þorláksmessa lokað
Aðfangadagur lokað
Jóladagur lokað
Annar í jólum lokað
Miðvikudagur 27. desember 10:00-12:00 og 13:00-18:00
Fimmtudagur 28. desember 10:00-12:00 og 13:00-18:00
Föstudagur 29. desember 10:00-12:00 og 13:00-18:00
Laugardagur 30. desember 10:00-14:00
Gamlársdagur  lokað
Nýársdagur  lokað

Almennar upplýsingar um úrgangsmál á Akranesi er að finna á heimasíðunni.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00