Fara í efni  

Upplýsingaskilti og áningastaður við innkomuna í bæinn

Drög að útliti upplýsingaskiltis.
Drög að útliti upplýsingaskiltis.

Um miðjan júní verður nýtt upplýsingaskilti og áningarstaður vígður við Hausthúsatorg. Upplýsingaskiltið sýnir götukort af Akranesi og texta um sögu og afþreyingu í bænum ásamt ljósmyndum. Þess í stað verður skilti sem staðsett hefur við Olís í fleiri ár, tekið niður. Nýja skiltið er unnið í samstarfi við Kiwanisklúbbinn og mun klúbburinn safna auglýsingum frá fyrirtækjum sem verða á skiltinu. Það er Unnur Jónsdóttir sem hannar útlit skiltisins.  Auk skiltisins verður svæðið þökulagt og settir niður bekkir og blómaker.

Vélaleiga Halldórs mun sjá um framkvæmd á svæðinu sem felur í sér jarðvegsskiptingu og uppgröft auk þess að svæðið verður girt af til að afmarka það fyrir bílaumferð. Stefnt er að því að svæðið verði tilbúið fyrir 17. júní næstkomandi. 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00