Fara í efni  

Undirritun um Karellen leikskólakerfið

Valgerður Janusdóttir sviðstjóri skóla- og frístundasviðs og Ragnhildur Ólafsdóttir fulltrúi Karelle…
Valgerður Janusdóttir sviðstjóri skóla- og frístundasviðs og Ragnhildur Ólafsdóttir fulltrúi Karellen kerfisins við undirritun samningins.

Þann 15. maí síðastliðinn var undirritaður samningur um leikskólakerfið Karellen. Karellen kerfið hefur verið í notkun hjá mörgum sveitarfélögum og er íslenskt hugvit, forritað og hannað hjá Premis. Kerfið byggist á þremur einingum; grunnkerfi, innskráningarkerfi og gjaldakerfi.

Innleiðing á kerfinu mun hefjast í sumar og við innleiðinguna mun sveitarfélagið fá góða yfirsýn yfir alla leikskólanna. Einnig mun yfirsýn leikskólastjóra aukast til muna þar sem í kerfinu er auðvelt að nálgast fjölda nemenda, stöðugildi og dvalarstundir barna. Foreldrar munu fá aðgang að kerfinu sem opnar fyrir þann möguleika að auka upplýsingaflæði og samskipti.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00