Fara í efni  

Umferðaröryggisáætlun Akraneskaupstaðar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti nýlega umferðaröryggisáætlun Akraneskaupstaðar. Umferðaröryggisáætlun sveitarfélaga er unnin samkvæmt leiðbeiningum um samræmingu vinnubragða á sveitafélagastigi stjórnsýslunnar um umferðaröryggi. Leiðbeiningar eru byggðar á umferðaröryggisáætlun stjórnvalda frá 2005.

Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar hafði umsjón með gerð áætlunnar fyrir Akranes. Samráðshópur var settur á laggirnar til að vinna áætlunina. Í hópnum sátu fulltrúar frá skólum, lögreglu, skipulags- og umhverfisnefnd og starfsmenn Akraneskaupstaðar. Tilgangurinn með áætluninni er fyrst og fremst að auka öryggi í umferð á Akranesi. Sérstök áhersla var lögð í að meta aðstæður og vinna tillögur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.

Við vinnu að umferðaröryggisáætlun vöru unnar upplýsingar úr ýmsum gögnum. Á heimasíðu Akraneskaupstaðar var íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi umferðaröryggi í bænum og bárust þær með tölvupóstum og á annan hátt. Unnið var úr slysaskráningu frá Samgöngustofu og niðurstöður metnar m.t.t. þess hvort hægt væri að sjá út staði, þar sem umferðaróhöpp eru tíð. Einnig voru upplýsingar unnar úr hraðamælingum sem gerðar hafa verið á Akranesi. Önnur gögn sem unnið var með eru t.d. öryggisúttekt á stoppistöðvum strætisvagna og samráðshópur fjallaði um hámarkshraða í gatnakerfinu.

Eins og kemur fram í umferðaröryggisáætluninni þá eru mörg brýn verkefni sem þarf að sinna. M.a. þarf að huga betur að stöðum þar sem börn eru á leið í skóla, nær umhverfi skóla, leikskóla og íþróttasvæða sem og að bæta göngu- og hjólaleiðir. Stefnt er að því að vinna að úrbótum hvað varðar efnisatriði er koma fram í umferðaröryggisáætluninni, þegar unnið verður að viðhaldsverkefnum og endurbótum í gatnakerfinu. Einnig er stefnt að því að vinna einstök verkefni með það að markmiði að auka umferðaröryggi á svæðum þar sem þörf er.

Hægt er að kynna sér áætlunina nánar hér


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00