Fara í efni  

Breytingar á Vesturgötu og Brekkubraut

Eins og íbúar hafa orðið varir við þá standa yfir aðgerðir á Vesturgötu. Ákveðið hefur verið að endurbyggja götuna og hluta gangstétta, milli Stillholts og Merkigerðis. Gatan var fræst snemma í sumar en það var nauðsynlegt til að meta ástand steypunnar. Vegna þess hve umfangsmikil og óvenjuleg þessi aðgerð er þá hefur framkvæmdinni seinkað og er það miður. Óhjákvæmilegt er að endurbyggja götuna að fullu. Verkinu verður þannig háttað að jarðvegsskipt verður í götunni og hún síðan malbikuð. Samhliða þeim framkvæmdum verða lagnir sem liggja í götunni endurnýjaðar og / eða endurbættar þar sem það á við. Framkvæmdir hefjast á vormánuðum 2017 og að öllu óbreyttu verður þeim lokið um mitt sumar sama ár.

Þangað til framkvæmdir hefjast verður Vesturgata milli Stillholts og Háholts (frá nr. 140) gerð að tveimur botnlöngum sem þýðir að ekki er hægt að keyra í gegn. Þetta er talið nauðsynlegt til þess að létta á umferð um götuna. Sama á við um Brekkubraut, milli Stillholts og Háholts til þess að takmarka umferðarþunga. Breyting verður á leið Strætó á meðan að á lokun stendur og stoppistöð nr. 22 við Háholt færist á Heiðarbraut (sjá skýringarmynd með frétt). Breytingarnar taka gildi á morgun, föstudaginn 18. nóvember. 

Ef spurningar vakna um framkvæmdina er íbúum bent á að senda fyrirspurnir á netfangið akranes@akranes.is eða hafa samband við þjónustuver Akraneskaupstaðar í síma 433-1000.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00