Fara í efni  

Tilslakanir í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði frá samkomubanni

Tilslakanir í þjónustu á velferðar- og mannréttindasviði frá samkomubanni sem taka munu gildi þann 4. maí nk. munu einkum snúa að að fjöldatakmörkunum auk þess sem þjónusta sem hefur verið lokuð vegna mikillar nándar við verður heimilt að opna á ný. Við skipulag á þjónustu eftir 4. maí eru hafðar til hliðsjónar leiðbeiningar frá Almannavörnum sem eiga við um velferðarþjónustuÚt frá þeim leiðbeiningum þá er ljóst að fyrst um sinn verður ekki hægt að veita þjónustu með sama sniði og áður. Hver og ein starfsstöð verður því að aðlagaðir aðstöðu sína að fjölda þátttakenda og forgangsraða í þjónustunni. 

Félagsstarf aldraðra og öryrkja
Félagsstarf aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40 mun opna þann 4. maí en með miklum takmörkunum, styttir tíma dag hvern og færri einstaklingum. Aðeins verður hægt að bjóða þjónustu við fámennan hóp til að byrja með. Starfsmenn félagsstarfsins munu hafa samband við virka þátttakendur um skipulag þjónustunnar.  Einnig er samstarf við heimaþjónustu og heimahjúkrun um útfærslu á þjónustu og félagsstarfi í samráði við einstaklinga. Auglýst verður sérstaklega þegar hægt verður að hefja félagsstarfið með hefðbundnum hætti að nýju.

Heilsuefling aldraðra
Heldur áfram eins og undanfarnar vikur. Boðið verður upp á gönguferðir. Anna Bjarnadóttir gefur upplýsingar um staðsetningu og tíma á Facebook síðu FEBAN. Upplýsingar verða uppfærðar ef tími og staðsetning breytast.

Stólaleikfimi
Hefur fallið niður tímabundið. Skipulag hefur færst yfir í félagsstarfið. Auglýst verður sérstaklegar þegar hægt verður að hefja stólaleikfimi með hefðbundnum hætti að nýju.

Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður
Fjöliðjan vinnu-og hæfingarstaður mun opna þann 4. maí en með takmörkunum, styttir tíma dag hvern og starfsmönnum verður skipt upp í hópa í samráði við hvern og einn starfsmann.

Fjöliðjan endurvinnslan
Opnar þann 4. maí. Búast má við miklu álagi í þjónustunni og beinum við þeim tilmælum til viðskiptavina að að sína biðlund og virða fjarlægðarviðmið og þær vinnureglur sem Fjöliðjan mun starfa eftir næstu vikur. 

Búkolla nytjamarkaður
Búkolla verður áfram lokuð. Starfsmenn eru að undirbúa starfsemina en stefnt er að hefðbundinni opnun 14. maí.

Heimaþjónusta (stuðnings- og stoðþjónusta)
Heimaþjónustan verður áfram skipulögð í samráði við hvern og einn einstakling sem nýtur þjónustunnar. Ef einstaklingar óskar eftir frekari upplýsingum vinsamlegast hafið samband í síma 433 1000.  Einnig er hægt að hafa samband við:

Búsetuþjónusta fatlaðra
Búsetuþjónusta fatlaðra verður órofin. 

Dagdvöl Höfða
Þann 4. maí mun dagdvöl Höfða opna aftur en með miklum takmörkunum, styttri tími hvern dag, færri einstaklingar og svæðið verður vandlega afmarkað frá heimilisfólki Höfða.  Samstarf er einnig við heimaþjónustu og heimahjúkrun um útfærslu á þjónustu.  Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Höfða

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Vísað er á heimasíðu Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis um tilslakanir frá heimsóknarbanni. 

Þrátt fyrir tilslakanir frá samkomubanni er áhersla Almannavarna áfram á að að hlúa vel að viðkvæmum hópum. Notendur velferðarþjónustu og starfsmenn eru hvattir til þess að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna og hvetja vini og vandamenn til þess að gera slíkt hið sama.

Appið er að finna hér á www.covid.is

  • Mikilvægi handþvotts og sóttvarna.
  • Haldið 2ja metra fjarlægð á milli fólks.
  • Takmarkið náið samneyti við ákveðinn fjölda fólks.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00