Fara í efni  

Tilraunareitur

Á horni Bresaflatar og Ketilsflatar er búið að girða af smá grasblett sem ætlunin er að gera tilraun með í sumar.

Bletturinn verður ekki sleginn, heldur grasið látið vaxa upp og einungis snyrt. Einnig verður villtum blómafræjum sáð í blettinn. Þetta er liður í að auka líffræðilega fjölbreytni inni í byggð. Í nýju aðalskipulagi Akraness og í umhverfisstefnu bæjarins er áætlun um að auka líffræðilegan fjölbreytileika. Þessi stefna byggir á stefnu ríkisstjórnarinnar frá 2020, sem byggir á samþykktum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Víða um land eru sveitarfélög að þreifa sig áfram í þessa átt. Tilraunaverkefnið er í höndum Jóns Arnars garðyrkjustjóra og gæti orðið liður í því að minnka slátt á fleiri grænum grassvæðum í bænum.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00