Fara í efni  

Tilnefningar fyrir bæjarlistamann Akraness

Valgarður Lyngdal, forseti bæjarstjórnar, Eva Björg Ægisdóttir, bæjarlistamaður Akraness 2023 og Guð…
Valgarður Lyngdal, forseti bæjarstjórnar, Eva Björg Ægisdóttir, bæjarlistamaður Akraness 2023 og Guðríður Sigurjónsdóttir, formaður menningar-og safnanefndar

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2024. Hér má sjá hverjir hafa verið kjörnir bæjarlistamenn Akraness í gegnum árin.

Menningar- og safnanefnd mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní. Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru um bæjarlistamann, en reglurnar má sjá hér. Frestur til að skila inn tillögu er til og með 24. maí næstkomandi.

Tilnefna listamann


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00