Fara í efni  

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits – íþróttahús við Vesturgötu

Bæjarstjórn Akraness samþykkti 13. júní s.l. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Stofnareits vegna Vesturgötu 120-130, (íþróttahús við Vesturgötu), skv.  41. gr. sbr. 1. mgr.  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagssvæði nær aðeins til lóðar við Vesturgötu 120-130, lóð Brekkubæjarskóla og íþróttahússins við Vesturgötu. Breytingin felur í sér að byggingarreitur íþróttahúss er stækkaður til norðurs og austurs. Þar verður heimilt að reisa íþróttahús og tengibyggingar við núverandi hús. Göngustígur frá Háholti er færður til austurs. 13 ný bílastæði verða norðan íþróttahússins og breyting er gerð á núverandi bílastæðum.

Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18, Akranesi og hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar til og með 8. ágúst 2017. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 8. ágúst í þjónustuver Akraneskaupstaðar eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Hér má nálgast helstu fylgiskjöl:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00