Fara í efni  

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis - 1.áfangi og 2. áfangi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfi 1.áfangi

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi 29. júní 2017 breytingar á deiliskipulagi í Skógarhverfi 1.áfangi og að þær yrðu auglýstar skv. 41.gr. sbr. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingar felast í því að húsahæðum fjölbýlishúsa sunnan Asparskóga þar sem aðallega verður gert ráð fyrir tveggja hæða húsum án bílageymslna í stað þriggja hæða með bílageymslu og hins vegar stækkun skipulagssvæðisins sem nemur einni lóðaröð norðan Asparskóga með sams konar tveggja hæða fjölbýlishúsabyggð. Hærri hús verða á þremur lóðum. Jafnframt eru gerðar breytingar á skilmálum t.d. um íbúðafjölda.

Tillagan er unnin í samræmi við rammaskipulag Skógahverfis frá 2005, sem ekki hefur formlegt gildi, en er nýtt sem forsenda einstakra skipulagsáfanga hverfisins. Nú er gert ráð fyrir 122 íbúðum á óbyggðum lóðum við Asparskóga en með breytingunni og stækkun skipulagssvæðisins verður gert ráð fyrir 159-236 íbúðum á óbyggðum lóðum við götuna.


 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfi 2. áfangi

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti á fundi 29. júní 2017 breytingar á deiliskipulagi í Skógarhverfi 2. áfangi og að þær yrðu auglýstar skv. 41.gr. sbr. 1.mgr. 43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Breytingar felast í eftirfarandi:

  • Almenn breyting á ákvæðum um bílastæði fyrir fjölbýlishús þar sem fjöldi bílastæða fer eftir stærð íbúða.
  • Breyting á lóðamörkum og sameining byggingarreita á lóðunum við Álfalund 6-12 og Akralund 13-23.
  • Raðhús og parhús við Álfalund 2-26 (jafnar tölur) og Akralund 13-41 (oddatölur) verða einnar hæðar í stað tveggja hæða.
  • Byggingarreit fjölbýlishúss við Akralund 6 er breytt, hann einfaldaður og skásettur miðað við aðliggjandi reiti.

Tillögurnar verða til kynningar í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18 og hér á heimasíðu Akraneskaupstaðar til og með 22. ágúst 2017. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar þarf að skila skriflega eigi síðar en 22. ágúst 2017 í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Stillholti 16-18, eða á netfangið skipulag@akranes.is.

Helstu fylgiskjöl eru eftirfarandi:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00