Fara í efni  

Tilkynning um viðgerð á íþróttahúsinu Vesturgötu

Í tengslum við viðgerðir íþróttahúss Vesturgötu er því hér með komið á framfæri að:

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs, sem haldinn var 30. október sl., var samþykkt að semja við Trésmiðju Þráins E Gíslasonar, sem bauð lægst í verðkönnun um niðurrif í sal íþróttahúss Vesturgötu. Í niðurrifum felast rif og hreinsun á ónýtu og skemmdu byggingarefni sem stafar af slæmum loftgæðum í sal íþróttahússins.

Fyrirhuguð verklok þessa verkþáttar eru 31. janúar 2024.

Á heimasíðu Akraneskaupstaðar verður greint frá framvindu viðgerðanna.

 

Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00