Fara í efni  

Tilkynning til íbúa - framkvæmdir í Jörundarholti

Frá 22. júní og fram í júlí verður unnið við að gera bílastæði í Jörundarholti, þ.e. í vestur hluta Jörundarholts þar sem nú er malarplan. Grafið verður fyrir nýju bílastæði og það fyllt upp með malarfyllingu. Einnig verður  komið fyrir niðurföllum og lögnum, bílastæðið malbikað, kantsteinn steyptur og yfirborðið í kringum svæðið jafnað og þökulagt.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að fjarlægja ökutæki, kerrur, ferðavagna og annað af svæðinu. Jafnframt eru þeir beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdir og vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi. Vinsamlega beinið athugasemdum á skipulag@akranes.is eða í síma 4331000.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00