Fara í efni  

Tilkynning til fasteignaeigenda á Akranesi

Akranes
Akranes

Frá og með 15. júní næstkomandi mun Akraneskaupstaður hætta póstsendingu á greiðsluseðlum vegna fasteignagjalda. Fasteignaeigendur geta í gegnum íbúagátt Akraness (HÉR) séð upphæðir og gjalddaga á álagningarseðli ásamt færsluyfirliti.

Hægt er að óska sérstaklega eftir sendingu greiðsluseðla með því að hafa samband við þjónustuver í síma 433 1000 en Akraneskaupstaður hvetur íbúa eindregið til að nota rafrænar leiðir.

Þessi ákvörðun er í takt við stefnu Akraneskaupstaðar um að minnka pappírsnotkun og undanfarin ár hefur prentun greiðsluseðla minnkað verulega.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00