Fara í efni  

Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar

Fimmtudaginn 13. nóvember verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar á Vesturlandi. Fundurinn verður haldinn í Tónlistarskólanum, Dalbraut 1 á Akranesi, kl. 12 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.

Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði og stöðu innleiðingar nýs viðmóts byggingarleyfa og næstu skref við þróun viðmótsins.

Dagskrá

  • Staðan á Akranesi
    Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar
  • Íbúðauppbygging og framtíðarhorfur
    Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur húsnæðisáætlana hjá HMS
  • Byggingarleyfi á Íslandi – allt á einum stað
    Dagný Geirdal, verkefnastjóri Mannvirkjaskrár hjá HMS

Fundarstjóri verður Ragnar Sæmundsson formaður samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Húsið opnar kl. 11.45 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn.

Öll velkomin.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00