Fara í efni  

Þrettándagleði, álfadans, flugeldasýning og Íþróttamaður Akraness færist fram á mánudag

Ljósmynd frá Þrettándagleði á Akranesi.
Ljósmynd frá Þrettándagleði á Akranesi.

Hin árlega þrettándabrenna sem halda átti miðvikudaginn 6. janúar verður færð til mánudagsins 11. janúar nk. Tilkynnt var um frestun brennunnar fyrr í dag vegna slæmrar veðurspár. 

Blysför hefst við Þorpið að Þjóðbraut 13 kl. 18:00. Álfar, tröll og jólasveinar munu leiða gönguna að brennunni við Þyrlupallinn á Jaðarsbökkum þar sem jólin verða kvödd. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 18:30.

Að því loknu býður Íþróttabandalag Akraness gestum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum þar sem tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Akraness 2015 og boðið uppá veitingar.

Á mánudaginn er spáð stilltu veðri og frosti.

 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00