Fara í efni  

Þjónusta á velferðar- og mannréttindasviði og starfsstöðvum þess á neyðarstigi almannavarna

Akranes
Akranes

Heimaþjónusta (stuðnings- og stoðþjónusta)
Þjónustan og starfsemi með hefðbundnum hætti en samstarf er við þá sem njóta þjónustunnar og hún útfærð í samráði við hvern og einn.

Nánari upplýsingar veita:
Laufey Jónsdóttir en hún er með netfangið laufey.jonsdottir@akranes.is
Hjördís Garðarsdóttir en hún er með netfangið hjordisga@akranes.is

Félagsstarf aldraðra og öryrkja
Félagsstarfi aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40 er opið en með fjöldatakmörkunum þar sem ekki er hægt að skipta þátttakendum í sóttvarnarhólf. Hámarksfjöldi er 15 hverju sinni.

Opið verður alla daga frá kl. 13.00-16.00. Einnig er opið frá kl. 09.00-12.00 mánudaga og fimmtudaga fyrir leir og postulín. SKILYRÐI er að skrá sig á tiltekna daga með því að hringja í síma 431-5056. Það hentar betur heldur en að þurfa að vísa fólki frá. Grímuskylda er í félagsstarfinu.

Nánari upplýsingar veita:
Laufey Jónsdóttir en hún er með netfangið laufey.jonsdottir@akranes.is
Hjördís Garðarsdóttir en hún er með netfangið hjordisga@akranes.is 

Nánari upplýsingar eru á facebook síðu félagsstarfsins https://www.facebook.com/Félagsstarf-eldri-borgara-og-öryrkja-á-Akranesi-932552463499989/?epa=SEARCH_BOX 

Heimsendur matur
Heimsendur matur er með hefðbundnu sniði

Heilsuefling aldraðra
Heilsueflingin heldur áfram:

  • Mánudagar kl. 09:00 – Ganga fyrir þá sem fara hraðar yfir – byrjar við Skútuna/N1
  • Fimmtudagur kl. 09:30 – Ganga og æfingar fyrir þá sem fara hraðar yfir – Gengið í Garðalundi
  • Mánudagar kl. 10:45 – Ganga fyrir þá sem fara hægar yfir – Byrjar við Skútuna/N1
  • Miðvikudagur kl. 12:45 – 13:15 Stólaleikfimi á Kirkjubraut – hámark 15 manns
  • Fimmtudagur kl. 10:45 – Ganga og æfingar fyrir þá sem fara hægar yfir – Gengið í Garðalundi

Ekki verður sett hámark á fjölda í gönguferðir, heldur lögð áhersla á að halda fjarlægð.

Nánari upplýsingar eru á: heimasíðu Akraneskaupstaðar

facebook síðu félagsstarfsins https://www.facebook.com/Félagsstarf-eldri-borgara-og-öryrkja-á-Akranesi-932552463499989/?epa=SEARCH_BOX

facebook síðu FEBAN https://www.facebook.com/groups/822321771206679

Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður
Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður, móttaka í endurvinnslu hefur verið lokuð.

Fjöliðjan fyrir starfsmenn er opin. Samstarf er við starfsmenn um þjónusta og verkefni sem eru skipulögð í samráði við þá (auk aðstandenda/persónulegra talsmanna þar sem við á).

Búkolla
Búkolla er lokuð.

Búsetuþjónusta fatlaðra
Búsetuþjónusta fatlaðra er órofin.

Félagsþjónusta og barnavernd
Hægt er að ná í starfsmenn á símatímum eða með því að senda tölvupóst.

Félagsþjónusta:

  • Símatímar félagsþjónustu eru: mánudaga milli kl. 11-12. Símatímar starfsmanna eru í gegnum skiptiborð Akraneskaupstaðar í síma 433-1000.
  • Netfangið er: velferd@akranes.is

Barnavernd:


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00