Fara í efni  

Þjóðhátíðardagurinn á Akranesi

Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur á Akranesi þann 17. júní. Þjóðleg dagskrá var við Byggðasafnið í Görðum þar sem gestir sem mættu í  þjóðbúningum fengu sérstakan glaðning. Sýningin Brúðir var opnuð í Guðnýjarstofu og börnunum var boðið upp á andlitsmálun og leyft að fara á hestbak. Sýning Sigríðar Lárusdóttur opnaði kl. 10 í Akranesvita og safnarasýning í Landsbankahúsinu kl. 11.00. Listamenn í Samsteypunni opnuðu vinnustofur sínar kl. 12.00. Séra Þráinn Haraldsson þjónaði fyrir hátíðarmessu og fór skrúðganga frá Brekkubæjarskóla, framhjá Akraneskirkju eftir messuna sem endaði á Akratorgi. Þar tók við tók fjölbreytt dagskrá. Formaður menningar- og safnanefndar, Ingþór B. Þórhallsson bauð gesti velkomna og Hrönn Ríkharðsdóttir fráfarandi skólastjóri Grundaskóla hélt hátíðarræðu sem er hægt að lesa hér. Fjallkona Akurnesinga var knattspyrnudrottningin Hallbera Guðný Gísladóttir sem flutti ljóð Matthíasar Johannessen, Ísland í draumi þínum. Hanna Þóra Guðbrandsdóttir flutti þjóðsöng Íslands við undirleik Birgis Þórissonar. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri útnefndi Bæjarlistamann Akraness árið 2016 en það var Skúli Ragnar Skúlason og þjóðlagasveitin Slitnir Strengir sem fengu viðurkenninguna. Inga María Hjartardóttir flutti síðan nokkur lög, nemendur í Dansstúdíói Írisar komu fram og loks skemmti Lína langsokkur yngstu kynslóðinni.

Um kvöldið fóru fram tvennir tónleikar á Byggðasafninu í Görðum en það var dúóið Travel Tunes Iceland sem flutti íslensk þjóðlög. 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00