Fara í efni  

Þessi hlutu umhverfisviðurkenningar 2025

Hér má sjá húsið við Laugarbraut 23, en eigendur þess voru í hópi þeirra sem hlutu umhverfisviðurken…
Hér má sjá húsið við Laugarbraut 23, en eigendur þess voru í hópi þeirra sem hlutu umhverfisviðurkenningu Akraneskaupstaðar í dag.

Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar árið 2025 voru afhentar á setningarhátíð Vökudaga í dag. Markmið viðurkenninganna er að vinna með umhverfisvitund og skapa umhyggju fyrir bænum og umhverfi hans og vekja þannig athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.

Fjölmargar tilnefningar bárust frá bæjarbúum, en í ár voru veittar viðurkenningar fyrir:

  • Tré ársins – þar sem horft er til útlits og menningarlegs gildis einstakra trjáa nú og til frambúðar.
  • Hvatningarverðlaun – veitt þeim sem staðið hafa að endurbótum húss eða lóðar og vel hefur tekist til.
  • Samfélagsverðlaun - veitt hópum eða einstaklingum sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins.

Það var ilmreynir við Jörundarholt 160 sem fékk viðurkenninguna tré ársins, en húsið er í eigu Ingibjargar Indriðadóttur og Ragnars Fjalars Þrastarsonar. Í umsögn skipulags- og umhverfisráðs segir að ilmreynirinn sé “fallegt og stæðilegt tré í skemmtilegu umhverfi sem setur svip á götumyndina nú og til frambúðar.”

Hvatningarverðlaun ársins hlutu þau Gunnhildur Vilhjálmsdóttir og Björgvin Heiðarr Björgvinsson eigendur Laugarbrautar 23 fyrir “fágaða vinnu við endurbætur og stækkun á eldra húsi í gömlu hverfi”.

Samfélagsverðlaunin hlaut svo Magnús B. Karlsson fyrir “einstakt framtak hans við hreinsun í friðlandi Blautóss og Innstavogsness”, en Magnús hefur unnið þrekvirki við hreinsun á þessum svæðum.

Við óskum þessum góða hópi innilega til hamingju með verðskuldaðar viðurkenningar.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00