Fara í efni  

Sumaropnun Byggðasafnsins í Görðum og tjaldsvæðisins

Tjaldsvæðið í Kalmansvík.
Tjaldsvæðið í Kalmansvík.

Undirbúningur ferðasumarins á Akranesi er í fullum gangi um þessar mundir. Unnið er að endurgerð og prentun götukorts og ferðabæklings um Akranes. Einnig eru svæði eins og tjaldsvæðið, byggðasafnið og upplýsingamiðstöðin byrjuð að undirbúa opnun. Á tjaldsvæðinu er verið að taka þjónustuhúsin í gegn, endurnýja sturtur og klæðningu að innan. Byggðasafnið verður með fasta leiðsögn alla daga og er að undirbúa samning við nýja rekstraraðila á Garðakaffi. Upplýsingamiðstöðin verður áfram í Landsbankahúsinu svokallaða en þar er einnig stefnt að því að opna sýningu safnara á Akranesi undir umsjón Kristbjargar Traustadóttur. Hilmar Sigvaldason vitavörður tekur sumarvaktirnar í Akranesvita og verða þar skemmtilegir tónleikar alla virka daga ásamt listsýningum. Í sumar mun vera starfandi svokallað sumarteymi sem sinnir vöktum á byggðasafni, tjaldsvæði, Akranesvita og upplýsingamiðstöð. Sumarteymið mun taka vel og fagnandi á móti gestum og gangandi. 

Opnunartímar í sumar á eftirfarandi stöðum er svohljóðandi:

  • Upplýsingamiðstöð Akraness er opin frá 17. maí til 15. september
  • Tjaldsvæðið í Kalmansvík er opið frá 13. maí til 15. september 
  • Byggðasafnið í Görðum er opið frá 13. maí til 15. september 
  • Akranesviti er opinn frá 1. júní til 31. ágúst

Minnum á nánari upplýsingar á www.visitakranes.is og á www.facebook.com/Visitakranes og netfangið info@akranes.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00