Fara í efni  

Styrkir til náms, verkfæra- eða tækjakaupa

Þjónusturáð Vesturlands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa á grundvelli 27. greinar laga um málefni fatlaðs fólks. Styrkirnir eru ætlaðir fötluðu fólki sem á lögheimili á Vesturlandi, er með varanlega örorku og hefur náð 18 ára aldri.

Umsóknir skulu berast til félagsþjónustu Akraneskaupstaðar, félagsþjónustu Borgarbyggðar eða Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir 4. apríl n.k. (athugið framlengdan umsóknarfrest). Hægt er að sækja um á rafrænu eyðublaði sem er aðgengilegt hér. Athugið að heimilt er að skila umsóknum á öðru formi svo fremi að þær upplýsingar sem kveðið er á um í úthlutunarreglum komi fram í umsókn.

Umsækjendum er bent á að skoða úthlutunarreglur Þjónustusvæðis Vesturlands vegna styrkumsókna. Sé óskað eftir nánari upplýsingum þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið velferd@akranes.is. 

Þjónusturáð Vesturlands í málefnum fatlaðra.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00