Fara í efni  

Laus störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)

Starfsfólk óskast í stuðningsþjónustu (liðveislu) við fatlaða einstaklinga bæði börn og fullorðna. Um er að ræða störf í tímavinnu. Helstu markmið stuðningsþjónustu er að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagslegri virkni, aðstoða fólk við almenna tómstundaiðkun eða til að njóta menningar og félagslífs.

Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri. Reynsla sem gæti nýst í starfi æskileg. Starfsfólk í stuðningsþjónustu vinnur gjarnan sjálfstætt en hefur stuðning ráðgjafaþroskaþjálfa eða verkefnastjóra eftir þörfum. Bílpróf ekki nauðsynlegt en getur verið æskilegt í sumum tilfella.

Vinnutíminn er oftast nær seinnipart dags og/eða um helgar. Starfið gæti því hentað vel með námi, annarri vinnu eða lífeyristöku. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga annars vegar við Verkalýðsfélag Akraness eða Sameyki hinsvegar.

Við vekjum athygli á að starfið hentar öllum aldri og kynjum.

Hæfniskröfur:

 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leikni við að bregðast við óvæntum aðstæðum.
 • Frumkvæði og sveigjanleiki.
 • Jákvæðni í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hreint sakavottorð.

Hér er sótt um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar. Nánari upplýsingar veita Lilja Lind Stulaugsdótir, þroskaþjálfi í tölvupósti: lilja.lind@akranes.is  eða í síma 433-1000.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00