Strætó gerir breytingar til að þjónusta betur atvinnu- og skólasókn
Um áramót mun Strætó gera breytingar á leiðakerfi landsbyggðarvagna. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að með breytingunni sé skref stigið í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum á landsbyggðinni. Markmiðin eru að þjónusta sem best atvinnu- og skólasókn, tengja áfram landshluta og vinna að tengingu milli leiðakerfa landsbyggðar- og innanbæjarvagna.
Helstu breytingar fyrir íbúa á Akranesi eru þær að leið 57 verður skipt upp í tvær akstursleiðir, leið 50 og leið 57. Leiðin milli Reykjavíkur, Akraness og Borgarness verður þar með óháð leggnum á milli Reykjavíkur og Akureyrar og tímaáætlun áreiðanlegri fyrir vikið. Nýja leiðin fær númerið 50 og mun leið 57 áfram sinna akstri milli Akureyrar og Reykjavíkur, en án viðkomu á Akranesi. Íbúar á Akranesi sem vilja ferðast norðar en Borgarnes taka leið 50 í Borgarnes og tengjast þar leið 57 til að ferðast áfram norður.
Með nýju leiðinni er áhersla lögð á að þjónusta vinnu- og skólasókn. Á virkum dögum verður aukin tíðni ferða milli Akraness og Borgarness. Hægt er að ferðast með reiðhjól á öllum leiðum á meðan pláss leyfir á hjólagrind.
Nánari upplýsingar um breytt leiðakerfi er að finna á heimasíðu Strætó, www.straeto.is. Beinn hlekkur á frétt um breytingar á landsbyggðinni er hér.

Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember





